Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025

Erindi/veggspjald / Talk/poster E116

Kveikjum neistann - kynning á GeoCamp Iceland

Höfundar / Authors: Á ekki við

Starfsvettvangur / Affiliations: GeoCamp Iceland / Reykjanes Jarðvangur

Kynnir / Presenter: Sigrún Svafa Ólafsdóttir

GeoCamp Iceland er lítið en ört vaxandi fjölskyldufyrirtæki sem hefur það að markmiði að tengja ungt fólk við náttúruna, m.a. með aukinni útikennslu og átthagafræðum. Fjallað verður um þá vinnu sem hafin er með skólum og íbúum innan Reykjanes jarðvangs ásamt því að segja frá margra ára reynslu í skipulagningu fræðsluferða skólahópa um landið. Fjölbreytt Evrópusamstarf hefur verið okkur mikill innblástur í því að auka tenginguna við náttúruna, efla STEAM menntun, auka sjálfbærnivitund, og skapa verkfæri sem geta nýst okkur öllum í baráttunni við loftslagsbreytingar.