Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster E114
Höfundar / Authors: Haukur Arason, Edda Elísabet Magnúsdóttir
Starfsvettvangur / Affiliations: Deild faggreinakennslu, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands
Kynnir / Presenter: Haukur Arason
Náttúruvísindamenntun er alþjóðlega einn af lykilþáttum almennrar menntunar enda skilningur á náttúruvísindum sem undirstöðu undir velferð mankynsins, einstakrar samfélaga og leiðarljós fyrir mikilvægar persónulegar ákvarðanir. Loftslagsbreytingar, orkuöflum, líffjölbreytileiki, farsóttir, fjórða iðnbyltingin og upplýsingaóreiða eru dæmi um áskoranir sem samfélög og einstaklingar þurfa að takast á við þar sem náttúruvísindin leika lykil hlutverk. Í þessu erindi verður fjallað um fjölbreytt gildi almennrar náttúruvísindamenntunar og alþjóðlega straumar hafa áhrif á útfærslur náttúruvísindamenntunar í einstökum samfélögum. Á síðustu áratugum hafa tvær alþjóðlegar rannsóknir TIMSS og PISA verið mestu boðberar alþjóðlegra áhrifa á þróun náttúruvísindamenntunar í heiminum en þær eru síðan undir áhrifum frá bæði þeim áskorunum sem við er að glíma á hverjum tíma og hugmyndastraumum varðandi menntun, samfélög og náttúruvísindi. Þessar tvær rannsóknir eiga ýmislegt sameiginlegt en eru samt ólíkar og má í grófum dráttum segja að í TIMSS sé meiri áhersla á náttúruvísindalega þekkingu en í PISA á eðli náttúruvísindalegrar þekkingar. Íslenska grunnskólakerfið, námskrár og námsefni í náttúruvísindum er skoðað í alþjóðlegum samanburði og bent á að umfang náttúruvísindamenntunar eitt það minnsta í Evrópu, skortur er á stíganda og samfellu í uppbygging náttúruvísindalegs skilnings, mikilvæg efnisartriði verða útundand og nánast engin áhersla er á eðli náttúruvísindalegrar þekkingar.