Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2025
Erindi/veggspjald / Talk/poster E10
Höfundar / Authors: Fjóla Rut Svavarsdóttir (1), Guðni Guðbergsson (1), Hlynur Bárðarson (1), Ingi Rúnar Jónsson (1), Leó Alexander Guðmundsson (1), Sigurður Már Einarsson (1) og Sigurður Óskar Helgason (1)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Hafrannsóknastofnun
Kynnir / Presenter: Fjóla Rut Svavarsdóttir
Sjókvíaeldi á laxi hefur vaxið hratt síðastliðinn áratug. Því fylgir áhætta sem talin er getað ógnað stöðu villtra laxastofna hér á landi, t.d. vegna erfðablöndunar. Hafrannsóknastofnun vaktar áhrif sjókvíaeldis á íslenska laxastofna sem skipta má niður í nokkra þætti, vöktun með fiskteljurum, greiningu og rakningu meintra strokulaxa úr eldi, greining á lífssögu strokulaxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á erfðablöndun. Fjallað verður um helstu niðurstöður úr samantektarskýrslum sem birtar hafa verið af Hafrannsóknastofnun árlega síðan 2021.