Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2023
Höfundar / Authors: Katrín Hersisdóttir (1), Ole Martin Sandberg (2), Helga Aradóttir (2), Ragnhildur Guðmundsdóttir (2), Oddur Þór Vilhelmsson (3)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1 Design School Kolding, 2 Náttúruminjasafn Íslands, 3 Háskólinn á Akureyri
Kynnir / Presenter: Ole Martin Sandberg
Þar sem við sjáum ekki örverur eru ekki endilega margir að velta sér upp úr þeim. En þær eru feykilega mikilvægar og mynda undirstöðuna undir allt, alla okkar tilveru og lífríki á jörðinni. Markmið þessa verkefnis er að draga athygli almennings á mikilvægni líffreyðilegrar fjölbreytni og örvera. Örverur eru miðillinn til að miðla skilaboðunum um mikilvægni líffræðilegrar fjölbreytni. Þær eru góðar til þess þar sem þær spila stórt hlutverk í lífríki jarðar og eru einnig mjög fjölbreytilegar. Í verkefninu var ákveðið að einbeita sér að fléttum. Fléttur eru samlífi margra örvera; svepps, þörungs og/eða blábakteríu og fjölda baktería. Þær eru tilvalin fyrirmynd fyrir samlífi. Þess vegna var fléttan valin sem aðal vettvangur miðlunar. Markmið verkefnisins er að skapa fræðsluefni í líffræði sem er hvetjandi og áhugavert fyrir bæði börn og fullorðna. Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúruminjasafns Íslands og Háskólans á Akureyri og munu niðurstöðurnar nýtast báðum stofnunum á ýmsan hátt: samfélagsmiðla, myndbönd, grafíska hönnun og texta. Í þessari veggspjaldakynningu lýsum við sköpunarferlinu, heimspekilegum og hönnunarákvörðunum á bak við efnið.