Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2023
Höfundar / Authors: Ágústa Helgadóttir (1) og Sunna Áskelsdóttir (1)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Landgræðslan
Kynnir / Presenter: Ágústa Helgadóttir
Mosar eru lífverur sem falla oft í skuggann á meira áberandi plöntum. Mosar setja mikinn svip á íslensk vistkerfi og gegna þar lykil hlutverki, ekki síst í mýrum.
En hvað vitum við um mosana sem vaxa í mýrunum? Hvaða tegundir eru þar að finna og hefur framræsla áhrif á þekju og tegundasamsetningu þeirra?
Í vor hófst verkefni á vegum Landgræðslunnar til að bæta loftlagsbókhald Íslands þar sem mýrar í fjölbreyttu ástandi (mismunandi skala framræsla, landnýtingu, fjarlægð frá sjó og nálægð við gosbelti) eru vaktaðar m.t.t. losun gróðurhúsalofttegunda og fleiri tengdra þátta. Vöktunatpunktar í mýrum voru metnir til vistgerða. Gróðurþekja og tegundasamsetning plantna var mæld og tilraun var gerð til að meta hnignunarstig.
Við fyrstu úttekt virðast mosar vera næmir fyrir raski og ástand þeirra og tegundasamsetning góð vísbending um hnignunarstig mýra.