Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2023
Höfundar / Authors: Hlynur Bárðarson
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Hafrannsóknastofnun
Kynnir / Presenter: Hlynur Bárðarson
Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha) er laxategund sem á uppruna í Kyrrahafi. Rússar hófu flutninga á hnúðlaxi árið 1957 frá austurströnd Rússlands í Kyrrahafi yfir á vesturströndina í Hvítahaf og stunda þar nytjar með hafbeit. Síðustu ár hefur hnúðlaxi fjölgað verulega í ám á Norður-Atlanshafi, einkum í Noregi þar sem fjöldi þeirra er margfaldur á við fjölda innlendra tegunda s.s. Atlanshafslaxi. Hnúðlaxi hefur einnig fjölgað í ám á Íslandi. Fjallað verðum um sögu innflutnings Rússa á tegundinni og veiðar hennar á Íslandi allt frá fyrstu veiði til dagsins í dag. Lífsferill hnúðlaxa verður settur í samhengi við lífsferil Atlanshafslax og möguleg áhrif fjölgunar á hnúðlaxi og staðfesta hrygningu tegundarinnar á innlendar tegundir laxfiska á Íslandi.