Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2023

Eru íslenskar hafnir mengaðar?

Höfundar / Authors: Hermann Dreki Guls (1), Sandra Dögg Georgsdóttir (1), Sindri Gíslason (2), Joana Micael (2), Halldór Pálmar Halldórsson (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum, 2. Náttúrustofa Suðvesturlands.

Kynnir / Presenter: Hermann Dreki Guls

Kræklingavöktun AMSUM hefur staðið yfir í rúm 30 ár við Ísland þar sem kræklingi af tiltölulega hreinum stöðvum er safnað árlega til efnagreininga. Ágætis reynsla er því komin á náttúrulegt eða “eðlilegt” ástand fjörukræklings við Íslandsstrendur m.t.t. þungmálma, fjölhringja vetniskolefna og klórlífrænna efna. Hér kynnum við efnainnihald kræklings (Mytilus edulis) sem safnað var úr þremur höfnum á Reykjanesskaga og setjum það í samhengi við niðurstöður AMSUM vöktunar undanfarinna ára.