Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021
Erindi/veggspjald / Talk/poster V41
Höfundar / Authors: Ragnhildur Guðmundsdóttir (1), Tanner Tobiasson Thelmudóttir (2), Ásbjörn Hall Sigurpálsson (2) og Snædís Huld Björnsdóttir (2)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Náttúruminjasafn Íslands, 2. Háskóli Íslands
Kynnir / Presenter: Ragnhildur Guðmundsdóttir/Tanner Tobiasson Thelmudóttir
Uppgötvun tveggja marflóartegunda sem bundnar eru við grunnvatn á Íslandi mörkuðu tímamót í líffræðirannsóknum landsins. Almennt hefur grunnvatn verið álitið næringarsnautt búsvæði og lífverur sem þar búa reiði sig á utanaðkomandi lífræn efni frá yfirborði til vaxtar og viðhalds. Nýlegar rannsóknir frá meginlandi Evrópu og Norður Ameríku benda hins vegar til þess að frumframleiðni efnatillífandi örvara sé mikilvæg uppspretta fæðu grunnvatnslífvera. Þessi vistkerfi á meginlandinu eru aðallega í kalksteinsjarðlögum sem eru töluvert frábrugðin grunnvatnsvistkerfinu á Íslandi sem eru fyrst og fremst eldfjallajarðverur úr basalti. Með því að nota aðferðir víðerfðamengjafræðinnar (e. metagenomics) ásamt ljóssmásjár- og rafeindasmásjártækni er hægt að rannsaka hvort örverur í grunnvatnskerfunum á Íslandi verða sér út um orku með efnatillífun og hvernig þær dreifast í tíma og rúmi. Þetta mun varpa ljósi á hvort frumframleiðni sem ekki verður til vegna ljóstillífunar á sér stað í grunnvatnskerfinu á Íslandi, en það mun efla skilning okkar á þætti efnatillífunar í að viðhalda lífi á jaðarbúsvæðum.