Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021

Erindi/veggspjald / Talk/poster E54

Greining á sumarexemi í hrossum með endurröðuðum ofnæmisvökum

Höfundar / Authors: Sigríður Jónsdóttir (1,2), Sara Björk Stefánsdóttir (1), Anja Ziegler (2), Ragna Brá Gudnadóttir (1), Vilhjálmur Svansson (1), Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (1), Eliane Marti (2)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Reykjavík, 2. Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, Sviss.

Kynnir / Presenter: Sigríður Jónsdóttir

Inngangur: Sumarexem (SE) er húðofnæmi í hestum orsakað af IgE miðluðum viðbrögðum gegn biti smámýs (Culicodies spp) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum og veldur þeim verulegri vanlíðan. Ofnæmisvakarnir sem valda exeminu eru prótein upprunnin í munnvatnskirtlum flugnanna. Aðalofnæmisvakarnir hafa verið kortlagðir með örflögutækni og framleiddir í mismunandi tjáningarkerfum. Markmið rannsóknarinnar er að nota endurraðaða ofnæmisvaka til að endurbæta greiningarpróf fyrir sumarexem. Efni og aðferðir: Aðalofnæmisvakar vorum framleiddir í skordýrafrumum og hreinsaðir (rBac-prótein). Hvítfrumur frá hestum með sumarexem (n=20) og heilbrigðum viðmiðunarhestum (n=7) örvaðar með rBac-próteinum, einu eða í blöndu og losun bólgumiðla mæld í kjölfarið með ELISA (basafrumuvirknipróf). Einnig voru frumurnar örvaðar með heilflugseyði af C. nubeculosus og C. obsoletus sem er standard. Niðurstöður: 95% prófaðra SE hesta svöruðu á C. obs en 80% á C. nub seyði. Hægt var að nota staka endurraðaða ofnæmisvaka framleidda í skordýrafrumum. Af SE hestum voru 95% jákvæðir í kjölfar örvunar með Bac-Culo8, 83% með Bac-Culo11, 80% með Culo9 og 75% Culo3. Út frá niðurstöðunum má áætla að með blöndu af tveimur ofnæmisvökum gæti fengist 100% svörun. Ályktanir: Endurraðaðir ofnæmisvakar virka vel í basafrumuvirkniprófi við greiningu á sumarexemi og virðist vera hægt að skipta út C.obs heilflugseyðinu fyrir Bac-rCulo8 eða fyrir vakablöndu.