Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021
Erindi/veggspjald / Talk/poster E22
Höfundar / Authors: Starri Heiðmarsson(1), Guðni Guðbergsson (2), Jón S. Ólafsson (2), Steinunn Hilma Ólafsdóttir (2), Sunna Björk Ragnarsdóttir (1)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Náttúrufræðistofnun Íslands, 2. Hafrannsóknastofnun
Kynnir / Presenter: Starri Heiðmarsson
Á undanförnum árum hefur, á vegum Norðurskautsráðsins verið starfandi vinnuhópur The Circumpolar Biodiversity Monitoring Program (CBMP) sem er hluti alþjóðlegs samstarf um verndun lífríkis á norðurslóðum (Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF). CBMP er ætlað að samræma og fá yfirsýn yfir þá vöktun sem gerð hefur verið á norðurslóðum og fá yfirsýn yfir þær gagnaraðir og rannsóknir sem gerðar hafa verið. Gögnin hafa verið nýtt til að fá yfirsýn yfir umhverfisþætti og lífríki og til að greina þær hröðu breytingar sem hafa og eru að eiga sér stað á artískum svæðum. Undir CBMP starfa fjórir hópar sérfræðinga sem nálgast viðfangsefnið á vistfræðilegum grunni; sjór, ferskvatn, þurrlendi og strandlendi. Sagt verður frá uppbyggingu samstarfsins auk þess sem fjallað verður um útgáfu á vegum þess hingað til. Áætlunum næsta árs verður gerð skil og þau sett í íslenskt samhengi en vöktun CBMP byggir á lykilþáttum, FEC (Focal Ecosystem Component). Fjölmargar áskoranir blasa við og verða þær helstu reifaðar, t.d. tengsl við ólífræna þætti (AMAP vinnuhópur Norðurskautsráðsins) og hvernig ná megi heildrænni sýn á lífríkisvöktun norðurslóða. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í samstarfinu síðan það hófst, lagt til gögn eftir mætti og hafa vöktunaráætlanir CBMP verið hafðar til hliðsjónar við sambærilega vinnu hérlendis.