Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021
Erindi/veggspjald / Talk/poster E1
Höfundar / Authors: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Starfsvettvangur / Affiliations: Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri
Kynnir / Presenter: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Haustið 2014 fannst fjólukylfa, Clavaria zollingeri, sem er fjólublár kórallaga sveppur, í snjódæld í fjallshlíð mót austri í Svarfaðardal í Eyjafirði. Tegundin er á heimsválista IUCN og talin í nokkurri hættu (VU). Afrakstur þriggja skoðunarferða upp í snjódæld þessa, tveggja í byrjun september og einni um miðjan ágúst, varð sá að tvær tegundir hattsveppa bættust við fungu Íslands, ein roðla, Entoloma prunuloides, og ein slímug toppa, Gliophorus irrigatus. Í hlíðinni var einkar fjölbreytt funga sveppa úr sniglingsætt, ýmsar toppur og hnúfur líklega 10-12 tegundir. Gildi úthaga sem er hæfilega beittur og ekki hefur verið borið á er mikið fyrir þá sveppi sem vaxa í því búsvæði. Þessum þremur nýfundnu tegundum verður lýst og fjallað lauslega um sveppina sem fundust á mjórri ræmu sem einn sveppaskoðunarmaður gengur þegar farið er upp hlíðina og í snjódæld á mótum tveggja gilja í um 300 m hæð.