Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019
Erindi/veggspjald / Talk/poster E83
Höfundar / Authors: Hafdís Hanna Ægisdóttir
Starfsvettvangur / Affiliations: Landgræðsluskóli HSþ, Landbúnaðarháskóla Íslands
Kynnir / Presenter: Hafdís Hanna Ægisdóttir
Suðurskautslandið er framandi og heillandi heimur. Þessi kaldasta, vindasamasta og þurrasta heimsálfa jarðar hefur yfir sér ævintýrablæ landkönnuða og ofurhuga enda hefur ekkert fólk varanlega búsetu á Suðurskautslandinu og engar heimildir eða ummerki eru um að þar hafi verið byggð. Þrátt fyrir einangrun og fjarlægð frá iðnvæddum heimi, eru ummerki um loftslagsbreytingar þar greinileg. Í erindinu verður fjallað um nýlega ferð til Suðurskautslandsins á vegum alþjóðlegs leiðtogaprógrams fyrir vísindakonur. Fjallað verður um ferðalagið, lífríkið og áhrif loftlagsbreytinga á heimsálfuna. Einnig verður fjallað um þann lærdóm sem dreginn var af ferðalaginu og hvernig við þurfum leiðtoga sem þora, geta og vilja taka á loftslagsvandanum, okkur öllum og jörðinni til hagsbóta.