Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019

Erindi/veggspjald / Talk/poster E79

Sauðfjárlungnaormar á Íslandi

Höfundar / Authors: Hrafnkatla Eiríksdóttir (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Kynnir / Presenter: Hrafnkatla Eiríksdóttir

Lungnaormar eru lítt rannsökuð sníkjudýr sem finnast í jórturdýrum um allan heim. Á Íslandi hafa lungnaormar fengið aukið vægi í orðræðunni síðustu ár vegna aukningar í öndunartengdum vandamálum í sauðfé og verið talið að ormarnir spili þar stórt hlutverk. Til að átta sig á vægi lungnaorma í heildarvandamálinu þarf þó grunnþekking að vera til staðar.
Hér verður farið yfir hver staða upplýsinga er á sögu og útbreiðslu sauðfjárlungnaorma á Íslandi. Hvaða tegundir finnast hér, hvernig útbreiðsla þeirra er og breytingar í tegundasamsetningu og útbreiðslu síðustu 30 árin. Yfirferðin byggist að mestu á tveimur rannsóknum höfundar, annars vegar á efniviði frá árunum 1992-1993 (rannsakað 2019) og hins vegar 2017-2018 (rannsakað 2018). Niðurstöður eldri rannsókna sem unnar voru á Keldum á árunum 1965-1985 sem og nýrri upplýsingar frá einstaka sýnum munu sömuleiðis hjálpa við að varpa ljósi á breytingar í útbreiðslu sauðfjárlungnaormanna hér á landi.