Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019
Erindi/veggspjald / Talk/poster E60
Höfundar / Authors: Menja von Schmalensee
Starfsvettvangur / Affiliations: Náttúrustofa Vesturlands
Kynnir / Presenter: Menja von Schmalensee
Flestir sem fylgjast með lífríki hafa eflaust einhvern tímann velt fyrir sér áhrifum katta á það. Ekki er um það deilt að sumir heimiliskettir veiða fugla og önnur smádýr, en hvaða afleiðingar hafa þessar veiðar og er eitthvað hægt að gera til að draga úr þeim, ef menn vilja gera það?
Sambúð manna og katta á sér fornar og flóknar rætur. Sennilega eru fá dýr jafn umdeild í nútímasamfélagi og heimiliskötturinn. Hann er elskaður og hataður; sumir vilja ekki heyra á það minnst að fækka köttum eða hindra á einhvern hátt ferðir þeirra, á meðan aðrir vilja eyða öllum villtum heimilisköttum og banna með öllu lausagöngu gælukatta.
Hér verður sagt frá köttum og áhugaverðum tengslum þeirra við manninn. Fjallað verður um áhrif katta á lífríki eftir heimshlutum og loks verður framtíð kattahalds skoðað. Er mögulegt að sætta ólík sjónarmið með hliðsjón af bæði náttúruvernd og dýravelferð?