Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019

Erindi/veggspjald / Talk/poster E58

Áhrif loftslagsbreytinga á meindýr á trjám

Höfundar / Authors: Brynja Hrafnkelsdóttir (1), Edda S. Oddsdóttir (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar

Kynnir / Presenter: Brynja Hrafnkelsdóttir

Á undanförnum áratugum hefur borið á auknum skemmdum af völdum skordýra í landbúnaði og skógrækt víða um heim. Oft er um að ræða meindýr sem valda litlum sem engum skaða í á þeim stöðum sem þau eru uppruninn frá en þegar þau koma á ný svæði verður skaðinn oft meiri. Ísland er þar engin undantekning, en hérlendis eru þekktar um 80 skordýrategundir sem lifa á trjám og runnum. Um það bil þriðjungur þeirra numu hér land eftir árið 1900 og teljast því vera aðfluttar tegundir. Þrátt fyrir þennan fjölda sem bættist við á 20. öldinni eru hér tiltölulega fá meindýr, borið saman við önnur lönd á meginlandi Evrópu.
Ástæður þess að ekki er meiri fjöldi skordýrategunda sem lifa á trjám hérlendis eru margar. Sem dæmi má nefna einangrun landsins, strangar innflutningsreglur á lifandi trjám og fáar trjátegundir (hýslar). Þó virðast veðurfar vera sá þáttur sem vegur þyngst. Veðurfarslegar aðstæður hérlendis, einkum hitasumma, er ekki nægilega há fyrir lágmarkskröfur margra skordýrategunda og því er það takmarkandi þáttur fyrir dreifingu þeirra.
Á sama tíma og ný meindýr eru að nema hér land örar, bendir margt til þess að breytt veðurfar sé einnig byrjað að hafa áhrif á þau meindýr sem hafa verið hér í lengri tíma. Sem dæmi má nefna þá hafa faraldrar sitkalúsar og ertuyglu breyst á undanförnum árum. Einnig má sjá breytingu á maðkskemmdum á birki samfara því að nýjir skaðvalar eins og birkikemba og birkiþéla dreifa sér hratt um landið.