Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019

Erindi/veggspjald / Talk/poster E21

Erfðabreyttar lífverur: vist- og siðfræðilegar áskoranir

Höfundar / Authors: Skúli Skúlason (1,2), Stefán Óli Steingrímsson (1), Bjarni Kristófer Kristjánsson (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Háskólinn á Hólum, 2. Náttúruminjasafn Íslands

Kynnir / Presenter: Skúli Skúlason

Erfðabreytingar lífvera eru gott dæmi um viðleitni mannsins til að stjórna umhverfi sínu, sér til hagsbóta. Erfðabreytingar hafa til dæmis komið mikið við sögu í landbúnaði undanfarna áratugi. Álitamálin eru margvísleg, svo sem um umhverfisáhrif, samfélagslega þætti og öryggi og hollustu matvæla. Í fyrirlestrinum munum við beina sjónum að mögulegum áhrifum erfðabreyttra lífvera á vistkerfi og hvernig meta megi slík umhverfisáhrif og enn fremur beina sjónum að siðferðilegri hlið þess að rækta erfðabreyttar lífverur. Þáttur erfðabreytinga í eldi fiska verður tekinn sem dæmi.