Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019

Erindi/veggspjald / Talk/poster E20

Hagnýting plöntuerfðatækninnar - reynsla ORF Líftækni

Höfundar / Authors: Björn Lárus Örvar

Starfsvettvangur / Affiliations: ORF Líftækni

Kynnir / Presenter: Björn Lárus Örvar

ORF Líftækni hefur lagt í mikla vinnu við að þróa próteintjáningarkerfi í byggfræi fyrir lífvirk prótein, og þá aðallega fyrir svokallaða vaxtarþætti eða frumuvaka (human growth factors). Með erfðatækni er próteinframleiðslunni stýrt í fræið og próteinið síðan fínhreinsað eftir uppskeru. Þessa erfðatækni mætti hæglega notað í öðrum tilgangi, t.a.m. við kynbætur á plöntutegundum sem hagnýttar eru í landbúnaði. Til að svo geti orðið þarf hugarfarsbreytingu, en þó fyrst og fremst hjá stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum.