Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2019
Erindi/veggspjald / Talk/poster E18
Höfundar / Authors: Pétur Henry Petersen
Starfsvettvangur / Affiliations: Háskóli Íslands
Kynnir / Presenter: Pétur Henry Petersen
Ræddar verða helstu skilgreiningar og tækni þegar kemur að erfðabreyttum lífverum. Lífverur erfðabreytast í sífellu á stigi frumunnar, vefja og kímlínu. Lagalegur skilningur á því hvað er erfðabreytt lífvera er þó mun þrengri. Nýjar aðferðir bjóða upp á fjölbreyttari, hraðari og nákvæmari erfðabreytingar. Þessar aðferðir reyna á skilgreininguna hvað er erfðabreytt lífvera og mismunandi þjóðlönd bregðast við því á mismunandi hátt. Rædd verða tækifæri, hættur og áskoranir.