Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017

Erindi/veggspjald / Talk/poster E67

Rannsóknir á hörpudiski í Breiðafirði

Höfundar / Authors: Jónas Páll Jónasson

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Hafrannsóknastofnun

Kynnir / Presenter: Jónas Páll Jónasson

Umfangsmiklar veiðar á hörpudiski (Chlamys islandica) voru stundaðar í Breiðafirði frá árinu 1970 til ársins 2003 þegar þeim var hætt vegna hruns í stofninum. Árið 2014 hófust tilraunaveiðar í firðinum auk þess að umfangsmikilar breytingar voru gerðar á vöktun stofnsins. Teknar voru ljósmyndir á föstum ramma og lífverur taldar í stað þess taka sýni með skelplóg á föstum stöðvum. Myndað hefur verið nú á um 660 stöðvum í árlegum leiðöngrum í firðinum. Þar sem skel hefur fundist eru stöðvar settar út á hnitaneti með um 850 metra millibili. Skel hefur fundist á nokkrum stöðum í veiðanlegu magni og jafnframt hefur orðið vart við yngri árganga af skel þar sem eldri skeljar er að finna. Fjallað verður um helstu niðurstöður rannsóknanna og gert grein fyrir útbreiðslu hörpudisks og annara lífvera.