Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017

Erindi/veggspjald / Talk/poster E58

Eru íslenskir laxfiskar virkir hýslar fyrir Tetracapsuloides bryosalmonae, orsakavald PKD-nýrnasýki?

Höfundar / Authors: Fjóla Rut Svavarsdóttir (1), Mark A. Freeman (2), Þórólfur Antonsson (3), Friðþjófur Árnason (3), Árni Kristmundsson (1)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Reykjavik, Ísland, 2. Ross University School of Veterinary Medicine, Basseterre, St. Kitts West Indies, 3. Hafrannsóknarstofnun, Reykjavik, Ísland

Kynnir / Presenter: Fjóla Rut Svavarsdóttir

PKD-nýrnasýki er alvarlegur og útbreiddur sjúkdómur sem herjar á laxfiska. Hann orsakast af smásæju sníkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b), sem þarf tvo hýsla til að ljúka lífsferli sínum, mosadýr og laxfiska.
Tveir meginstofnar T.b. eru þekktir, Evrópu- og N-Ameríku stofn. Þeir virðast aðlagaðir að mismunandi tegundum laxfiska, byggt á upprunalegum heimkynnum tegundanna. Einnig eru vísbendingar um mismikið næmi fyrir sjúkdómnum milli stofna einstakra tegunda laxfiska. Erlendis hefur tekist að sannreyna fullan lífsferil sníkjudýrsins með smittilraunum fyrir sumar tegundir laxfiska en ekki aðrar.
Sjúkdómurinn greindist fyrst á Íslandi árið 2008, en fyrir það var ekkert vitað um sníkilinn og áhrif hans á íslenskt vistkerfi. Nú er ljóst að T.b. sem hér finnst er af Evrópustofni þess og hefur að líkindum verið í íslensku vistkerfi um árþúsundir.
Markmið verkefnisins var að kanna hvort, og þá hvaða tegundir, íslenskra laxfiska (bleikja, urriði og lax) eru virkir hýslar fyrir sníkjudýrið, þ.e. hvort í þeim þroskist smitandi gróstig sníkjudýrsins. Til að kanna það voru notaðar þrjár mismunandi vefjafræðilegar aðferðir; hefðbundin Haematoxylin & Eosin litun (HE), ónæmislitun (immunohistochemistry) og staðbundin þáttapörun (in situ hybridization).
Í erindinu verður greint frá niðurstöðum þessara rannsókna.