Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017
Erindi/veggspjald / Talk/poster E37
Höfundar / Authors: Þóra Hrafnsdóttir (1), Marianne Jensdóttir Fjeld (2, 3) og Haraldur R. Ingvason (1)
Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Náttúrufræðistofa Kópavogs, 2. Umhverfisstofnun, 3. Náttúrufræðistofnun Íslands
Kynnir / Presenter: Þóra Hrafnsdóttir
Ferskvatn, bæði straum- og stöðuvatn, var flokkað í landeiningar, svokallaðar vistgerðir, í samræmi við vistgerðatilskipun Evrópubandalagsins. Þar eð vistgerðatilskipunin fyrir ferskvatn byggist fyrst og fremst á samfélögum vatnaplantna hafði verkefnið í för með sér að afla varð umfangsmikilla vistfræðilegra gagna um vatnaplöntur í íslenskum stöðuvötnum og straumvötnum. Verður þetta að teljast mikill fengur fyrir íslenskt fræðasamfélag og er þar með stoppað í þekkingargöt sem verið hafa á þessu sviði vatnalíffræðinnar. Í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður og sjónum beint að vistfræðilegum þáttum og útbreiðslu vatnaplantna á Íslandi.