Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017

Erindi/veggspjald / Talk/poster E10

Íslenski himbrimastofninn (Gavia immer): Frumniðurstöður grunn- og atferlisrannsókna

Höfundar / Authors: Pétur Halldórsson

Starfsvettvangur / Affiliations: Sjálfstæð rannsókn

Kynnir / Presenter: Pétur Halldórsson

Himbrimi (Gavia immer) verpir í Norður Ameríku, á Grænlandi og Íslandi en þótt tegundin hafi verið mikið rannsökuð í N-Ameríku er tiltölulega lítið vitað um íslenska stofninn. Árið 2015 hófst rannsóknarverkefni í samstarfi við Biodiversity Research Institute og U.S. Geological Survey Upper Midwest Environmental Sciences Center, sem snýr fyrst og fremst að grunn-, eiturefna-, erfða-, heilsufars- og atferlisrannsóknum á íslenska stofninum. Til þessa hafa átta himbrimar verið merktir ásamt hefðbundum mælingum, blóðsýnatöku og litmerkingum. Að auki hafa þrír fluglar fengið dægurrita til að kanna vetrarfar. Margt er enn á huldu en bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að líkamsþyngd íslenskra himbrima sé í hærri kantinum líkt og búast mátti við samkvæmt útgefnum gögnum varðandi farvegalengdir himbrima í Ameríku.