Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2023

Af landi ertu komin

Höfundar / Authors: Jón S. Ólafsson

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Hafrannsóknastofnun

Kynnir / Presenter: Jón S. Ólafsson

Vatn rennur eða er kjurt. Hvort heldur sem er, þá dregur vatnið í sig einkenni þess landsvæðis sem það er á eða fer um. Þannig geta einkenni vatns endurspeglað eiginleika þess afrennslissvæðis sem vatnið fer um frá upptökum að ósi. Einkenni vatnsfalla sem renna á þéttum blágrýtisgrunni er um margt frábrugðið því vatni sem rennur um holótt hraun. Að sama skapi er vatn sem rennur um gróið land frábrugðið því vatni sem rennur um gróðursnautt land. Bæði efna- og eðlisþættir vatna endurspegla því afrennslissvæðin eða einkenni vatnasviða þeirra. Í erindi mínu mun ég gefa yfirlit yfir tengsl eðlis- og efnaþátta vatna við einkenni vatnasviða á Íslandi.