Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017

Erindi/veggspjald / Talk/poster V6

Samverkandi genastjórnun umritunarþáttarins BLIMP1 og meðbæliþáttarins EZH2 í Waldenström‘s sjúkdómi

Höfundar / Authors: Árný Björg Ósvaldsdóttir (1), Erna Magnúsdóttir (1,2)

Starfsvettvangur / Affiliations: BioMedical Center, Háskóli Íslands

Kynnir / Presenter: Árný Björg Ósvaldsdóttir

Waldeström’s sjúkdómur (WS) er sjaldgæft og ólæknandi krabbamein í B frumum. Það einkennist af íferð eitil-og plasmafrumna í beinmerg og aukinni framleiðslu á einstofna immúnóglóbúlín í sermi. Einkennandi fyrir WS er MYD88L265P stökkbreytingin sem stuðlar að lifun WS frumna og sívirkni boðferla Toll-like receptor (TLR) og interleukin-1 receptor(IL-1R). Við viljum varpa ljósi á tvo mikilvæga umritunarþætti m.t.t. meingerðar WS. B-lymphocyte induced maturation protein 1 (BLIMP1) sem er umritunarþáttur sem stuðlar að bælingu stýrla og efliraða með hjálp meðbæliþátta. Það er kóðað af geninu PR domain-containing 1 (PRDM1). BLIMP1 er nauðsynlegt fyrir sérhæfingu þroskaðra B frumna í mótefnaseytandi plasma frumur og einnig lifun þeirra. Einnig Enhancer of zeste homolog 2 (EZH2) sem er hvötunareining polycomb repressive complex 2 (PRC2). EZH2 hefur metýltransferasa SET hneppi sem gerir honum kleyft að bæta metýlhóp á lýsín 27 á histónu 3 (H3-K27). H3-K27 er talið tengjast bælingu á umritun og er varðveitt á milli tegunda. Rannsóknir hafa sýnt fram á að BLIMP1 og EZH2 hafi sömu markset á litni, en tilgátan okkar er að BLIMP1 dragi EZH2 að litninu og umritunarþættirnir séu að vinna saman í meinafræði WS. Við viljum einnig kanna hvort virkni BLIMP1 og EZH2 sé háð MYD88 með því að hindra virkni þess. Niðurstöður hópsins hafa sýnt að umritunarþættirnir eru mikilvægir fyrir lifun WS frumna.