Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017

Erindi/veggspjald / Talk/poster E33

Mat á áhrifum vatnsaflsvirkjana á vistkerfi vatnalífvera

Höfundar / Authors: Gísli Már Gíslason (1), Skúli Skúlason (2), Þorleifur Eiríksson (3) og Sigmundur Einarsson (3)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Háskóli Íslands, 2. Hólaskóli, Háskólinn á Hólum í Hjaltadal, 3. Náttúruminjasafn Íslands,

Kynnir / Presenter: Gísli Már Gíslason

Í vinnu að Rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða var þróuð aðferð til að meta áhrif vatnsaflsvirkjana og jarðvarmavirkjana á vatnalíf auk áhrifa á ýmsa eðlis- og vistfræðilegar breytur vatnasviðsins (t.d. jarðfræði, grunnvatnskerfi, gróður, fugla og þjóðminjar). Með vatnsaflsvirkjunum verður allt vatnasviðið fyrir áhrifum, lón eru mynduð, vatnafræðileg samfella röskuð og oft er verðmætt land til annarra nota sett á kaf og rennslismynstri áa breytt. Í flestum tilfellum hafa vatnsaflsvirkjanir áhrif á fiskveiðar, landbúnað, útivist og náttúruverndargildi svæða. Í fyrirlestrinum verður sagt frá dæmum um hvernig vatnalífverur, sérstaklega hryggleysingjar og fiskur verða fyrir áhrifum. Við mat verðmæta og áhrifa er skoðuð líffræðileg fjölbreytni innan tegunda og milli tegunda, þéttleiki þeirra og sérstaða, þ.e. tilvist sjaldgæra tegunda og stofna. Við endanlegt mat eru niðurstöðurnar notaðar til að raða svæðum m.t.t. náttúruverndargildis þeirra.