Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015

Erindi/veggspjald / Talk/poster K1

Hið Íslenska Náttúrufræðifélag

Hið Íslenska Náttúrufræðifélag (1)

1. Hið Íslenska Náttúrufræðifélag

Kynnir / Presenter: Hið Íslenska Náttúrufræðifélag

Tengiliður / Corresponding author: Hið Íslenska Náttúrufræðifélag ()

Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað árið 1889. Tilgangur félagsins er að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu sem snertir náttúrufræði. Innganga í félagið er öllum heimil. Fræðslufyrirlestrar um náttúrufræðileg efni eru fluttir mánaðarlega, frá september til apríl, að jafnaði síðasta mánudag hvers mánaðar. Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Um er að ræða alþýðlegt fræðslurit þar sem birtar eru greinar um náttúrufræði, jafnt fræðilegar greinar í bland við almennan fróðleik. Í hverjum árgangi eru fjögur hefti sem ýmist eru gefin út stök eða fleiri saman. Áskrift að tímaritinu er innifalin í félagsgjaldi. Félagsgjöld Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2015 er kr. 5.800 fyrir einstaklingsárgjald, hjónaárgjald er 6.500 kr. og nemandagjald 4.000 kr.