Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015

Erindi/veggspjald / Talk/poster E62

Æðarkolludauðinn í Rifi 2014-2015

Jón Einar Jónsson (1), Árni Ásgeirsson (1)

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Kynnir / Presenter: Jón Einar Jónsson

Tengiliður / Corresponding author: Jón Einar Jónsson (joneinar@hi.is)

Síðustu áratugi hefur orðið vart við fjöldadauða meðal sjófugla á Íslandi. Oft er fæðuskortur orsökin og smitsjúkdóma, s.s. botulisma, kóleru eða fuglaflensu verður ekki vart. Stundum eru orsakirnar torfundnar, líkt með fjöldadauða í æðarvarpinu í Rifi 2014 og 2015. Í maí og júní 2014 fundust 53 kollur og 7 blikar dauð eða deyjandi og 2015 fundust 31 kolla og 7 blikar. Fækkun varð um 66 hreiður 2013-2015 og eldri árgangar merktra fugla í æðarvarpinu (1993-2002) hurfu að mestu úr endurheimtum 2014-2015. Í júní 2014 voru 4 hræ send til krufninga á Keldur að beiðni MAST og önnur fimm voru send á vegum Háskóla Íslands til National Wildlife Health Center í Madison, Wisconsin. Í krufningum beggja aðila fundust merki um bráðar vefjabreytingar og vökvasöfnun í brjóst- og kviðarholi. Á Keldum var framkvæmd bakteríuræktun frá líffærum sem gaf blandaðan vöxt, mest E. coli en einnig Proteus mirabilis. Ekkert fannst sem gaf til kynna ákveðinn sjúkdómsvald. Eiturefnapróf voru gerð á 2 hræjum í Madison en þau gáfu ekki til kynna að nein eiturefni væru yfir viðmiðunarmörkum. Þyngd hræjana gaf ekki til kynna að sjúkdómsvaldurinn leggðist frekar á horaða einstaklinga heldur en þá holdugri, flestir einstaklingarnir vógu 1500-2000 g. Núverandi tilgátur um orsakir beinast einkum að því hvort að 1) eitrunin sé fæðuborin, úr því að einungis æðarfuglar finnast dauðir og 2) hvort að orsakirnar megi finna í tjörnunum í Rifi, þar sem einungis 14 af 98 fuglum (14%) sem fundust voru blikar.