Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015
Erindi/veggspjald / Talk/poster E55
Ásthildur Erlingsdóttir (1,2,3), Kristján Kristinsson (2), Guðrún Marteinsdóttir (3), Mark Freeman (1) og Árni Kristmundsson (1)
1. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2. Hafrannsóknarstofnun, 3. Háskóli Íslands
Kynnir / Presenter: Ásthildur Erlingsdóttir
Tengiliður / Corresponding author: Ásthildur Erlingsdóttir (ase24@hi.is)
Á sviði fisksjúkdóma á hugtakið smásæ sníkjudýr almennt við slímdýr (Myxozoa), frumdýr (Protozoa) og sníkjusveppi (Microsporidia). Í rannsókninni var fána smásærra sníkjudýra tveggja karfategunda (Sebastes spp.) við Ísland kortlögð. Öll helstu líffæri voru skoðuð með víðsjá og/eða smásjá. Einnig var vefjameinafræðileg skoðun framkvæmd með tilliti til sýkinga. Erfðaefni þeirra sníkjudýra sem fundust var magnað upp með PCR og raðgreint. Slímdýr er fundust í gallblöðru voru greind til tegundanna Myxidium bergense og Ceratomyxa adeli. Líkur benda til að fjórar tegundir gródýra (Apicomplexa) er fundust í görnum og þvagblöðru, séu áður óþekktar en fullnaðargreiningu er ólokið.