Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015
Erindi/veggspjald / Talk/poster E42
Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir (1), Stefán R. Jónsson(1), Margrét H. Ögmundssdóttir (2), Valgerður Andrésdóttir (1)
1. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum 2. Lífefna- og sameindalíffræðistofa, Læknadeild, Lífvísindasetur, HÍ
Kynnir / Presenter: Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir
Tengiliður / Corresponding author: Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir (ada12@hi.is)
Mæði-visnuveira (MVV) er lentiveira af ættkvísl retróveira. Hún veldur hæggengri lungnabólgu (mæði) og heilabólgu (visnu) í kindum. Aðalmarkfrumur veirunnar eru mónocytar/makrófagar. Veiran er náskyld HIV og hefur verið notuð sem módel fyrir HIV, meðal annars með tilliti til virkni veirupróteinsins Vif (e. Viral infectivity factor). Vif er til staðar í lentiveirum og hvatar ubiquitin lígasa frumunnar til að merkja APOBEC3, eitt af varnarpróteinum frumunnar, til niðurbrots í próteasómi. Auk próteasómsins, eru prótein brotin niður í leysikornum í gegnum sjálfsát. Sjálfsát hefur nýlega verið lýst sem mikilvægu ferli í ónæmissvari og hefur stýring á sjálfsáti verið tengd við ýmsar veirusýkingar, þar á meðal í HIV. Niðurstöður okkar benda til að MVV hafi áhrif á sjálfsát við sýkingu. Makrófagar úr kindum sem sýktir hafa verið með MVV hafa tímabundna hindrun á sjálfsáti á þriðja degi sýkingar. Þessi hindrun er Vif háð þar sem veira án Vif sýnir ekki sömu hindrun. Þessar niðurstöður sýna nýja og áður óþekkta virkni Vif.