Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015
Erindi/veggspjald / Talk/poster E33
Níels Árni Árnason (1), Ragna Landrö (1), Björn Harðarson (1), Sveinn Guðmundsson (1) , Óttar Rolfsson (2), Ólafur E. Sigurjónsson (1, 3)
1 . Blóðbankinn Landspítalinn , 2. Kerfislíffræðisetri HÍ, 3. Heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun Háskólans í Reykjavík,
Kynnir / Presenter: Níels Árni Árnason
Tengiliður / Corresponding author: Ólafur E. Sigurjónsson (oes@ru.is)
Inngangur. Blóðflögur gegna mikilvægu hlutverki í segamyndun, blæðingastöðvun, bólgusvörum og sáraviðgerðum. Blóðflögur hafa takmarkaðan geymslutíma utan líkama og við geymslu þeirra myndast ástand sem kallað er “platelet storage lesion” (PLS) sem leitt getur til þess að virkni þeirra við inngjöf verður ekki ákjósanleg. Til að lengja geymslu tíma þeirra í 7 daga er beitt örveruóvrikjun til að drag úr líkum á sýklasmiti Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að fá heildarmynd á micro RNA (miRNA) breytingum sem verða við geymslu blóðflaga til að skilja betur myndun á PLS og til að þróa aðferðir sem bæta gæði blóðflaga við geymslu. Aðferðir. Fylgst var með gæðum og starfsemi flaganna með gæðaprófum og greiningu á miRNA með örflögutækni. Greind voru rúmlega 2000 mismunandi miRNA í fjórum blóðflögueiningum á fjórum tímapunktum við geymslu (D1, 2, 4 og 7) auk þess sem að 20 mismundi gæðaþættir voru skoðaðir til að meta PSL. Niðurstöður. Greining á gæðaþáttum sýndu að örveruóvirjaðar blóðflögur sýna meiri merki um PLS samanborið við blóðflögur sem ekki hafa verið örveruóvirkjaðar, sérstaklega á degi 4 og 7. Meiri fjöldi miRNA var til staðar í örveruóvirkjuðu blóðflögunum á degi 4 og 7 samanborið við blóðflögur sem ekki voru örveruóvrikjaðar. Ályktun. Örveruóvirkjun hefur mögulega áhrif á PSL og veldur breytingum í miRNA samsetningu í blóðflögum við geymslu, Þessar niðurstöður gefa nýja innsýn inn í þá ferla sem mögulega eru valdur af PSL og opnar dyrnar á því að nota slíkar aðferðir ásamt kerfislíffræðilegum nálgunum og módelsmíði til að bæta gæði blóðhluta.