Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Veggspjald 65


Aukin framleiðni við hækkandi hita í lækjum stuðlar að fleiri fæðuþrepum



Elísabet Ragna Hannesdóttir (1), Jón S. Ólafsson (2), Gísli Már Gíslason (1), Ólafur Patrick Ólafsson (1) og Eoin J. O´Gorman (3)

1) Háskóli Íslands
2) Veiðimálastofnun
3) Imperial College London, UK

Kynnir: Elísabet Ragna Hannesdóttir
Tengiliður: Eoin J. O´Gorman (e.ogorman@imperial.ac.uk)

Spár um loftlagsbreytingar gera ráð fyrir 0.6 til 4.0 °C hlýnun við lok aldarinnar í samanburði við gildi fyrir tímabilið 1980 til 1999. Samhliða hlýnandi loftslagi er því spáð að vatnshiti hækkar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif hækkandi hitastigs á vöxt og lífsferla níu tegunda hryggleysingja með því að skoða lífverur úr sjö lækjum í Hengladölum sem eru á bilinu 5.3 til 21.3 °C. Breytingar á lífsferlum voru skoðaða með tilliti til frumframleiðenda og svo hvaða áhrif þær höfðu á topp afræningjann, urriðann. Með hækkandi hita lækjanna jókst þekja gróðurs, hryggleysingjar óxu hraðar og luku fleiri kynslóðum á ári og lífmassi þeirra var hærri. Síðframleiðsla jókst með auknum hita lækjanna sem stóð undir auknum lífmassa urriðans.