Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Erindi 82



Notkun stuttra myndskeiða í líffræðikennslu í 9. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja



Gísli J. Óskarsson (gosk@simnet.is)

Grunnskólinn í Vestmannaeyjum

Undangengna fjóra vetur hefi ég notað stutt myndskeið í líffræðikennslu í 9. bekk GRV til viðbótar hefðbundnum kennsluaðferðum. Myndskeiðin hefi ég valið sjálfur og tengt námsefni kennslubóka í líffræði sem lagðar hafa verið til grundvallar líffræðikennslu í 9. bekk grunnskólans. Í dag er það kennslubókin Lífheimurinn sem lögð er til grundvallar líffræðikennslu í 9. bekk. Það er Námsgagnastofnun sem gefur bókina út.

 Myndskeiðin hefi ég tekið á 25 ára tímabili. Þau eru á sjónvarpsstaðli með myndramma 4:3 eða 16:9. Fjöldi þeirra er um 114 talsins á þessari stundu, en fer fjölgandi. Þau myndskeið sem notuð eru í kennslunni eru flest hver um það bil ein til þrjár mínútur á lengd. Nokkur ná þó stuttmyndalengd. Myndskeiðin eru útskýrð um leið og þau eru sýnd og tengd námsefni því sem fyrir liggur hverju sinni í viðkomandi kennslustund.

 Notkun myndskeiða í kennslu fellur vel að ríkjandi námskenningum. Í erindinu mun ég taka nokkur myndskeið til dæmis og varpa þeim á tjald. Sýna hvernig ég beiti myndunum og hvaða möguleikar felast í notkun þeirra hvað kennslu í líffræði varðar.

 Í erindislok mun ég vísa í orð nemendanna sjálfra. Hvort og hvernig myndskeiðin hafa hjálpað þeim í náminu.