Hvernig kemst mæði-visnuveira undan ónæmissvari kindarinnar?
Mæði-visnuveira á það sameiginlegt með öðrum lentiveirum (þ.á.m. HIV) að hún helst í líkamanum þrátt fyrir öflugtónæmissvar. Yfirborðsprótein lentiveira eru á meðal sykruðustu próteina semþekkjast, og hafa komið fram kenningar um að sykurhjúpurinn sé síbreytilegur ogverji veirurnar fyrir mótefnasvari. Við sýndum í fyrri rannsókn að flestirveirustofnar sem voru einangraðir úr kindum sem höfðu verið sýktar meðtilraunasýkingu , voru lítið stökkbreyttir og ekki með breytt væki. Í þessari tilraun voru veirustofnar úr kindum semsýktust á eðlilegan hátt rannsakaðir. Ósýktar kindur voru hafðar með kindum sem höfðu verið sýktar meðmæði-visnuveiru. Allar kindur sýktust,og voru veirur einangraðar, og u.þ.b. 450 bp bútur úr vækisstöðyfirborðspróteins klónaður og raðgreindur. Allir veirustofnar úr kindum semsýktust á þennan hátt höfðu stökkbreytingar í vækisstöð sem leiddu til þess aðþeir komust undan sértæku ónæmissvari. Flestar þessar stökkbreytingar voru ísykrunarseti, sem styður þá tilgátu að sykrunin gegni sérstöku hlutverki hjáþessum veirum við að komast undan ónæmissvarinu. Veiran virðist því fela sigfyrir ónæmiskerfinu bæði með því að leggjast í dvala í langlífum frumum, eneinnig með því að breyta stöðugt ónæmisvökum á yfirborði sínu. Það virðast aðallega vera veirur, sem komastundan ónæmissvarinu, sem berast á milli í náttúrulegri sýkingu.