Hlutverk Cyclophilin A í virkni Vif próteins mæði-visnuveiru
Mæði-visnuveira er lentiveira sem veldur mæði (lungnabólgu) og visnu (heilabólgu) í kindum.Aðalmarkfrumur eru mónocytar/makrofagar, en sumir veirustofnar geta sýkt ýmsaraðrar kindafrumur, t.d. kindafóstur-liðþelsfrumur (FOS) og æðaflækjufrumur úrheila (SCP). Allar lentiveirur nema hrossaveiran EIAV bera vif gen og er afurð þessnauðsynleg fyrir sýkingargetu veiranna. Vif prótein veirunnar hindrar cytidínafamínasann APOBEC3 sem afaminerar cytidine í cDNA veirunnar á meðan víxlritunstendur yfir og veldur þannig G-A stökkbreytingum í erfðaefni veirunnar. Vifnotar ubiquitin kerfi frumunnar til að ubiquitinera APOBEC3 og færa það tilniðurbrots í proteasómi. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þetta gerist. Nýlega kom í ljós að cyclophilin A tengist við tvö prólín (P21 og P24) í Vif. Í þessari rannsókn varþessi tenging við cyclophilin könnuð nánar. Útbúnar voru sýkingarhæfarmæði-visnuveirur með P21A og P24A stökkbreytingar og einnig með báðarstökkbreytingarnar saman. Eftirmyndunarhraði veiranna var athugaður bæði ímakrofögum og í SCP frumum. Í ljós kom að veira með báðar stökkbreytingarnar(P21A og P24A) eftirmyndaðist hægar en villigerðarveira og veirur með hvorastökkbreytingu um sig. Einnig var hækkuð tíðni G-A stökkbreytinga í veirunnisem hafði báðar stökkbreytingarnar, en það er merki um APOBEC3 áhrif.Niðurstöðurnar benda til að cyclophilinA hafi hlutverki að gegna við niðurbrotAPOBEC3.