Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Erindi 107



Hollráð fyrir líkanagerð í vistfræði



Árni Magnússon (arnima@hafro.is)

Hafrannsóknastofnun

Nýverið lauk störfum alþjóðleg vísindanefnd sem fjallaði um aðferðafræði við líkanagerð í vistfræði. Markmið starfsins var tvíþætt. Í fyrsta lagi að taka saman reynslu og ráðleggingar 22 vistfræðinga og tölfræðinga, sem margir hverjir hafa samið kennslubækur um þetta efni. Í öðru lagi að bera saman virkni tölfræðiforritanna R, AD Model Builder og BUGS með fjölda sýnidæma. Fyrir skemmstu var birt samantektargrein vinnuhópsins í tímaritinu Methods in Ecology and Evolution. Í þessu erindi er fjallað um efni greinarinnar, helstu niðurstöður og ráðleggingar.