Vaxandi vandi við líffræðikennslu
Síðastliðin tuttugu ár hefur sífellt verið þrengt að líffræðikennslu með niðurskurði. Dregið hefur verið tíma til verklegra æfinga, vettvangsferða og annarra þátta sem snerta raungreinar frekar en aðrar greinar. Nemendafjöldi í verklegum æfingum hefur farið úr 12 í 30. Tækjakaup og efniskaup til æfinganna hafa verið skorin grimmilega niður. Nemendum sem eiga við námsörðugleika fjölgar og afleiðingin er hækkað hlutfall falls í áföngum og einnig minnkar námsánægja meðal nemenda sem og áhugi. Styrkir til að skrifa kennslubækur á íslensku eru nánast horfnir, sömuleiðis hafa styrkir til námskeiðahalds rýrnað. Rýnt verður þetta og áhrif þess á greinina sjálfa, þekkingu og áhuga almennings á líffræði og viðfangsefnum hennar.