Áhrif síldardauða á botndýralíf í Kolgrafafirði
Veturinn 2012-2013 drápust ríflega 50 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, af öllum líkindum vegna súrefnisþurrðar. Í kjölfarið var súrefnismettun sjávar lág um langt skeið og rak dauð botndýr á land. Markmið verkefnisins var að skoða líf á botni og bera það saman við niðurstöður Agnars Ingólfssonar (1999) á greiningu sýna sem tekin voru á sömu stöðum 14 árum fyrr.Tekin voru botnsýni með Shipek botngreip sem nær yfir 0,04 m2 flöt og 10 cm ofan í botnsetið. Fjögur sýni voru tekin á 7 stöðum innan brúar. Samanburðarsýni voru tekin á tveimur stöðum utan brúar sem nú þverar fjörðinn. Úrvinnsla sýnanna stendur yfir en stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu ásamt tegundagreiningu á vormánuðum 2014.Frumniðurstöður greiningar botnsýna úr Kolgrafafirði benda til mikillar breytinga á tegundasamsetningu botndýra á menguðustu svæðunum , einkum vegna aukningar í þéttleika burstaorma af tegundinni Capitella capitata. Að öðru leyti einkennast sýnin innan brúar af lágum tegundafjölbreytileika en á samanburðarsvæðum utan brúar fundust fleiri tegundir og fylkingar.Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti verkefnið.