Stofnlíkan fyrir rjúpuna
Rjúpan (Lagopus muta) hefur verið vöktuð af Náttúrufræðistofnun um árabil og hafa talningar farið fram á Norðausturlandi frá 1981 ásamt mælingum á aldurshlutföllum. Umhverfisstofnun hefur séð um að halda utan um veiðitölur en rjúpan er vinsælasta bráð skotveiðimanna. Þessar upplýsingar verða notaðar til að gera stofnlíkan fyrir rjúpuna. Líkanið byggir á sennileikaleikafalli og eru stuðlar líkansins metnir með því að hámarka sennileikafallið. Líkanið metur lifun ungra og fullorðinna fugla þegar tekið er tillit til bæði náttúrulegra þátta og skotveiða. Þá metur líkanið einnig fjölda ungra og fullorðinna fugla.