Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Erindi 46



Aðflutningur og uppvöxtur lífvera í neðansjávarhlíðum Surtseyjar



Karl Gunnarsson (1) og Erlingur Hauksson (2)

1) Hafrannsóknastofnun, Reykjavík
2) Selasetur, Hvamstanga

Kynnir/Tengiliður: Karl Gunnarsson (karl@hafro.is)

Surtsey myndaðist við neðansjávargos sem hófst í nóvember 1963 og stóð þar til í júní 1967. Fylgst hefur verið með „landnámi“ lífvera í fjörunni og í neðansjávarhlíðum eyjarinnar frá upphafi. Í fyrstu var farið til rannsókna á hverju ári en eftir 1971 leið lengra á milli rannsóknaferða. Frá 1984 hafa verið teknar staðlaðar ljósmyndir til að meta þekju og þéttleika lífvera á botni og breytingar á því. Í erindinu verður sagt frá niðurstöðum gangnasöfnunar í neðansjávarhlíðum Surtseyjar á árinu 2012. Á 5 til 15 metra dýpi eru þörungar ríkjandi. Neðan við 15 m taka dýrin smám saman yfir og á 30 m dýpi eru þau nær alsráðandi og þörungar sjást varla. Útbreiðsla þaraskóga, þar sem fjölær stórþari vex þétt í breiðum, hefur aukist. Í fyrri athugunum fannst þaraskógur einungis við austurströndina, þar sem rof strandarinnar hefur verið minnst, nú eru einnig þéttar breiður af stórþara við vesturströnd Surtseyjar. Fjölþátta greining á myndaniðurstöðunum sýnir að greina má tvö ólík samfélög í neðansjávarhlíðum Surtseyjar.