Líffræðiráðstefnan verður haldin 26. – 28. október  2017 í Öskju

Takið frá dagana 26. – 28. október, góðir hálsar, því það er ráðstefnuár í ár! Líffræðiráðstefnan verður haldin þessa daga í Öskju og undirbúningsvinna er komin á fullt. Við opnum fyrir innsendingu ágripa um miðjan ágúst.

Eftirfarandi öndvegisfyrirlesarar hafa þegið boð um að flytja erindi:

  • Gísli Másson, lífupplýsingafræðingur. Forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs Íslenskrar Erfðagreiningar.
  • Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur. Forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
  • Hjálmar Hátún, hafeðlisfræðingur. Sérfræðingur við Færeysku hafrannsóknastofnunina.
  • Jean-Philippe Bellenger, lífefnafræðingur. Prófessor við University of Sherbrooke.
  • Margrét H. Ögmundsdóttir, frumulíffræðingur. Rannsóknarsérfræðingur við Lífvísindasetur Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar verða birtar hér á vef Líffræðifélagsins á næstunni.

Stjórnin