Fréttabréf mars 2014

Sælir félagar

7. Mars hélt félagið einstaklega vel lukkað málþing um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir
https://biologia.is/um-felagid/radstefnur-a-vegum-liffraedifelags-islands/malstofa-um-sameindaliffraedi-2014/

Í kjölfar málþingsins var aðalfundur félagsins haldinn.
Þar kvaddi Snorri Páll Davíðsson stjórnina og félagið hann með virktum, eftir 9 frábær ár.
Hlynur Bárðarson tók við sem gjaldkeri. Óskar Sindri Gíslason var kosin varamaður, en stjórnin annars óbreytt.
Fundargerð verður sett á vef félagsins innan skamms.

Samtök líffræðikennara standa fyrir kynningu á námsefni fyrir líffræðikennslu í dag 11. mars.

MH stofu 11 á efri hæð austanvert í skólahúsinu nálægt bókasafninu.

Dagskrá
17:30 Iðnú
17:50 Almennri líffræði eftir Ólaf Halldórsson.
18:05 Vist- og umhverfisfræði. Námsefni fyrir framhaldsskóla. Margrét Auðunsdóttir 
18:20 Líffræði; Frá atómi að alheimi. Gunnlaugur B. Ólafsson
18:35 Rúna Björk sýnir eintök Guðfinnu B. Steinardóttur á Lífeðlisfræði.

Líffræðifélagið stendur einnig að skipulagningu málstofa um líffræði og umhverfisáhrif fiskeldis, í samvinnu við Verndarsamtök villtra laxastofna og Stofnun Sæmundar fróða. Næsti fundur verður 14. mars 2014.
https://biologia.is/2014/03/10/fiskeldi-ahrif-af-sjokviaeldi-og-lausnir-malstofa-2/

Ábendingar um efni í Fréttabréf eða á vef félagsins eru vel þegnar.
Sendið þær á formann eða ritara (gthorisson@gmail.com)

Með vinsemd og virðingu,
Arnar