Whales of Iceland

Líffræðiráðstefnan 2019

Líffræðiráðstefnan er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 9. sinn, dagana 17. – 19. október í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu.

Hér koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun opna ráðstefnuna kl. 13:00 fimmtudaginn 17. október í sal Íslenskrar Erfðagreiningar. Ráðstefnan endar svo á hinum goðsagnakennda Haustfagnaði Líffræðifélagsins laugardagskvöldið 19. október á Bryggjunni Brugghús við Grandagarð 8, 101 Reykjavík.

Dagskráin mun, eins og ávallt, samanstanda að langmestu leyti af framlögum frá YKKUR, bæði erindum og veggspjöldum.

Ágripavefurinn er nú OPINN!  ATH!! Lokað verður fyrir innsendingu ágripa miðnætti föstudaginn 27. september

Skráning er HAFIN!!


IceBio2019 – the biannual Conference on Biology in Iceland will be held 17-19 October

Öndvegisfyrirlesarar

Sérstakar málstofur og sýningar

Vísindamiðlun I: Yourself, your science and your story – málstofa ætluð framhaldsnemum og ungum vísindamönnum. Fer fram á ensku.

Vísindamiðlun II:  Pallborðsumræður – fjölmiðlafólk og vísindamenn mæta til leiks og ræða hvernig best sé fyrir vísindamenn að koma efninu sínu á framfæri við almenning. Fer fram á íslensku og verður opin almenningi á meðan húsið leyfir.

Líf í list –  sýning sem haldin er nú í fyrsta skipti. Ráðstefnugestir sýna sköpunarverk sín. Verkin geta verið hvað sem er sem fellur undir skilgreininguna að vera „líf í list“, allt frá ljósmyndum af frumum og öðrum lífverum – upp í ljóð um heilu vistkerfin.

 


Líffræðifélag Íslands skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ, Íslenska Erfðagreiningu, Lífvísindasetur HÍ, Hafrannsóknastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki innanlands.

Stjórn Líffræðifélags Íslands og skipulagsnefnd

Lísa Anne Libungan, Hlynur Bárðarson, Guðmundur Árni Þórisson, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Sævar Ingþórsson