Um félagið

Líffræðifélag Íslands var stofnað í Reykjavík árið 1979 í þeim tilgangi að “auka þekkingu á líffræði, auðvelda samband og skoðanaskipti milli félaga, og tengsl þeirra við erlenda aðila með svipuð áhugamál”, eins og segir í lögum félagsins. Þótt segja megi að internetið og tölvupóstur hafi nú gert síðarnefndu markmiðin að sínum, lifir félagið enn góðu lífi. Félagar eru nú um 400 talsins, langflestir líffræðimenntaðir, en félagið er þó opið öllum sem áhuga hafa á líffræði og skyldum greinum og vilja stuðla að framgangi þeirra.

Tuttugu og þrjár ráðstefnur hafa verið haldnar frá stofnun félagsins og í tilefni 20 ára afmælis félagsins 1999 var haldin viðamikil ráðstefna. Var hún haldin 18.-20. nóvember í samvinnu við Líffræðistofnun HÍ og bar yfirskriftina “Líffræðirannsóknir á Íslandi”. Leikurinn var endurtekinn 2004 og 2009 undir sömu formerkjum. Frá árinu 2009 var ákveðið að Líffræðiráðstefnan væri haldin annað hvert ár og er hún uppistaðan í starfsemi félagsins. Líffræðingar eru alkunnt gleði- og skemmtanafólk mikið og því stendur félagið fyrir haustfagnaði á sama tíma og Líffræðiráðstefnan er.

Félagið er hlynnt virku lýðræði, frjálsu upplýsingaflæði, málfrelsi, o.s.frv. Hafir þú spurningar um félagið eða liggi þér eitthvað annað á hjarta skaltu endilega senda tölvupóst á stjórnina  stjorn@biologia.is. Við erum líka á Facebook, Instagram, Twitter og Mastodon.

Kennitala Líffræðifélagsins: 470983-0199
Tölvupóstfang stjórnar: stjorn@biologia.is