Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2021

Erindi/veggspjald / Talk/poster E93

Endurheimt votlendis - líka fyrir fiska

Höfundar / Authors: Jóhannes Guðbrandsson (1), Ásgerður Elín Magnúsdóttir (1), Ingólfur Pétursson (1,2), Iðunn Hauksdóttir(2)

Starfsvettvangur / Affiliations: 1. Lanbúnaðarháskóli Íslands, 2. Landgræðslan

Kynnir / Presenter: Jóhannes Guðbrandsson

Endurheimt votlendis er ein af meginstoð íslenskra stjórnvalda í aðgerðum geng loftlagsbreytingum. Votlendi er ekki einungis kolefnisbanki, heldur einnig mikilvæg búsvæði fyrir ýmsar lífverur, þar á meðal fiska. Áll leitar upp í vötn, tjarnir og læki sem ungviði, þar sem hann vex þar til hann nær kynþroska og snýr aftur til sjávar. Silungur og þá sérstaklega urriði, nýtir litla læki til hrygningar og uppeldis en leitar oft fæðu í vötnum eða sjó. Það er því mikilvægt fyrir þessar tegundir að farleiðir milli svæða, sem nýtast á ólíkum stigum lífsferilsins séu greiðar. Að öllum líkindum hefur framræsla votlendis eyðilagt eða lokað á mikilvæg búsvæði bæði áls og silungs. Það er því mikilvægt að huga að búsvæðum þessa tegunda þegar ráðist er í endurheimt votlendis. Við könnuðum vatnasvæði Kálfalæks á Mýrum. Þar voru vötn ræst fram og farvegum lækja víða breytt eða þeir grafnir fram. Botngerð, þekju gróðurs og þéttleika fiska í náttúrulegum og röskuðum farvegum á svæðinu var könnuð til að meta gæði búsvæða og hvernig best væri að standa að endurheimt á svæðinu. Markmið verkefnisins nær ekki einungis til þessa tiltekna svæðis, þar sem upplýsingar um búsvæðaval áls og urriða nýtist við endurheimt víðar. Helstu niðurstöður verða kynntar en þær sýna að ekki er einhlítt að færa skuli svæði til upprunalegs horfs og taka verður tillit til núverandi nýtingu líffvera á því vistkerfi sem er til staðar.