Líffræðifélag Íslands - biologia.is
Líffræðiráðstefnan 2017

Erindi/veggspjald / Talk/poster E27

Hlutverk miðlægra kolefnis efnaskiptaferla í bandvefslíkri umbreytingu stofnfrumna í brjóstkirtli

Höfundar / Authors: Arnar Sigurðsson , Skarphéðinn Halldórsson, Óttar Rolfsson

Starfsvettvangur / Affiliations: Háskóli Íslands, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands

Kynnir / Presenter: Arnar Sigurðsson

Efnaskipti frumna byggjast á næringaþörfum svipgerða og hvernig frumur haga sínum efnaskiptum til þess að fullnusta sýnum þörfum er enn ekki ennþá fullkomlega skilgreint en gæti reynst mikilvæg tækifæri í framtíðar lyfjagjöf gegn bandvefslíkri umbreytingu (EMT) krabbameinsfrumna. Samanburður á þekjuvefs- og bandvefslíkum frumum er gerður með D492 og D492M sem frumumódel og rannsakað eru miðlæg kolefnisefnaskipti og tengsl þeirra við fitusýru búskap þessara tveggja frumulína til þess að skilja hvernig efnaskipti breytast þegar frumur undirgangast EMT. Notast er við westernblots, RT-qPCR, proteomics, RNA-seq gagnasett og efnaskiptalíkön Kerfislíffræðiseturs Háskóla Íslands til að bera saman miðlæg kolefnisefnaskipti milli frumulínanna. Einnig er gerður niðursláttur hraðatakmarkandi ensíma í TCA hringnum og ATP-citrate Lyasa (ACLY) sem tengir miðlæg kolefnisefnaskipti við fitusýru nýmyndun. Niðurstöður sýna að minni glýkólýsa í D492M tengist 6-phosphofructo-2-kinase/fructose-2,6-biphosphatase 2 (PFKFB2), þar sem tjáning er minni í D492M og aukin fosforylering hlutfallslega við próteinmagn, einnig hafa fundist breytingar í β-oxun og upptöku stórra hlutlausra amínósýra. Við niðurslátt á ACLY þá varð óvænt svipgerðar breyting á D492. Frumulínan hætti að tjá E-cadherin, minnkaði seytingu laktats og jók tjáningu á N-cadherin. Við frekari skoðun kom í ljós að tjáning of fosforýlering PFKFB2 hafði einnig breyst í frumulínunni með niðurtjáðu ACLY.