Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015

Erindi/veggspjald / Talk/poster E68

Himbrimarannsókn á Íslandi

Pétur Halldórsson

Háskóli Íslands

Kynnir / Presenter: Pétur Halldórsson

Tengiliður / Corresponding author: Pétur Halldórsson, Gunnar Thor Hallgrímsson (peturh88@gmail.com)

Vorið 2015 hófst feltvinna meistaraverkefnis Péturs Halldórssonar. Rannsóknin fjallar um íslenska himbrimastofninn (Gavia immer) og snýst fyrst og fremst um að álykta hver meðalþyngd einstaklinga í stofninum sé. Himbrimar verpa fyrst og fremst í N-Ameríku en þar er talsverður munur á meðalþyngd milli stofna. Engin haldbær gögn eru til um íslenska stofninn en fyrstu mælingar benda til þess að uppgefnar tölur vanmeti þyngd íslenskra himbrima umtalsvert. Rannsóknin beinist einnig að mælingum þungmálma og stöðugra samsæta, sem gerðar eru í samstarfi við Biodiversity Research Institute, Bandaríkjunum. Til að kanna betur við hvaða strendur íslenskir himbrimar dvelja á veturna er einnig búið að panta dægurrita fyrir næsta vor, þökk sé Nátturuverndarsjóð Pálma Jónssonar. Enn fremur snýst rannsóknin um óðalshegðun fuglanna, sem er oft misskilin því engin leið er að þekkja einstaklinga (eða kyn) í sundur, þ.e. án litmerkjanna sem notast er við í rannsókninni. Nánar verður fjallað um fyrirliggjandi gögn og merkingaraðferðir, bæði með myndum og máli.