Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015

Erindi/veggspjald / Talk/poster E18

Er hægt að hafa hemil á Alaskalúpínunni?

Þorvaldur Örn Árnason

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd

Kynnir / Presenter: Þorvaldur Örn Árnason

Tengiliður / Corresponding author: Þorvaldur Örn Árnason (valdurorn@simnet.is)

Lúpínan er afkastamikil og hagkvæm til landgræðslu á samfelldum svæðum á láglendi, en erfitt að hafa stjórn á henni, enda telst hún vera ágeng, framandi tegund í íslenskri náttúru. Hún er sú jurt sem ógnar hvað mest sérkennum og fjölbreytni íslensku flórunnar og fátt ef nokkuð annað getur á næstu áratugum breytt ásýnd landsins jafn mikið. Eftir 20 ár verður t.d. leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Flutt verður ágrip af sögu lúpínunnar á Íslandi og sannsóknum á henni. Sagt verður í máli og myndum frá aðferðum Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd (Sjá) við að hægja á eða stöðva útbreiðslu lúpínu á völdum stöðum á Suðvesturlandi og hvernig þeir staðir eru valdir. Einnig frá tillraunum Sjá til að vekja fólk til umhugsunar og leiðbeina því.