Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2015

Erindi/veggspjald / Talk/poster E15

Gagnasöfn og gegnsæi – uppbygging vísindasafna 21. aldar

Starri Heiðmarsson (1), Þorleifur Eiríksson (2)

1. Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri, 2. Náttúruminjasafn Íslands, Brynjólfsgötu 5, 107 Reykjavík

Kynnir / Presenter: Starri Heiðmarsson og Þorleifur Eiríksson

Tengiliður / Corresponding author: Starri Heiðmarsson (starri@ni.is)

Gögn hafa alltaf verið nauðsynlegur hluti líffræðirannsókna en síðustu ár og áratugi hafa möguleikar okkar á varðveislu gagna, samþættingu þeirra og úrvinnslu gjörbreyst. Vinnsluhraði nýjustu tölva gerir okkur kleyft að rannsaka og greina mun fleiri breytur en áður og verða líkön okkar því æ nákvæmari með tilheyrandi auknum skilningi. Gögnum er nú deilt rafrænt á auðveldan og einfaldan hátt og veldisvöxtur er á magni líffræðilegra gagna sem aðgengileg eru á netinu sbr. stór alþjóðleg samstarfsnet eins og GBIF, LifeWatch og fleiri. Bætt aðgengi og aukið gagnamagn gerir kröfu um samræmda staðla og að uppruni gagna sé alltaf ljós. Í fyrirlestrinum verður einkum beint sjónum að stafræningu vísindasafna og annarra gagnasafna um líffræðilega fjölbreytni. Fjallað um tækifærin sem í því felast og hvers þurfi að gæta.