Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Veggspjald 53


Öndunafærasýking í hrosssum af völdum Streptococcus equi subsp. zooepidemicus



Eggert Gunnarsson (1), Vilhjálmur Svansson (1), MTG Holden (2), SR Harris (2), C Robinson (3), KF Steward (3), R Paillot (3), JR Newton (3), Sigríður Björnsdóttir (4) og AS Waller (3)

1) Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
2) The Wellcome Trust Sanger Institute, Cambridge, UK
3) The Animal Health Trust, Newmarket, UK
4) Matvælastofnun, Austurvegi 64, 800 Selfoss

Kynnir/Tengiliður: Eggert Gunnarsson (eggun@hi.is)

Í apríl 2010 kom upp áður óþekkt, smitandi öndunarfærasýking í hrossum hér á landi. Sjúkdómurinn lýsti sér með hósta og útferð úr nefi, náði til flestra hrossa í landinu og lamaði alla hestatengda starfsemi í 3 mánuði. Faraldsfræðilegum upplýsingum var safnað um flutninga á hrossum og mögulegar smitleiðir. Tekin voru sýni úr veikum hrosssum til örverufræðilegra rannsókna. Engar vísbendingar fundust um að veirur væri orsökin en bakterían Streptococcus equi subsp. zooepidemiscus greindist í nánast öllum sýnum. Háhraða DNA raðgreiningu var beitt við skoðun á erfðabreytileika S.zooepidemicus stofna. Illumina heilraðgreing var gerð á 288 stofnum einagruðum fyrir og í faraldrinum auk stofna úr stofnasafni Animal Health Trust. Stofnarnir flokkuðust í 4 hópa eftir skyldleika. Stofnar í þremur hópum sýndu töluverðan erfðafræðilegan breytileika. Það bendir til að þeir hafi verið í hrossum á Íslandi í langan tíma. Stofnar af S.zooepidemicus afbrigðinu ST 209, einangraðir úr nánast öllum tilfellum af smitandi hósta víðsvegar af landinu flokkuðust í hóp 1. ST 209 stofnarnir reyndust náskyldir og hafa því líklega dreifst um landið á stuttum tíma. Faraldsfræðileg netkönnun bendir til þess að þeir borist frá einum stað í byrjun árs 2010. Heilraðgreining á erfðaefni sjúkdómsvalda opnar nýja möguleika í rannsóknum á smitefnum og faraldsfræði þeirra. Með þessari aðferð var hægt að sýna fram á að sumir stofnar tækifærissýkilsins S. zooepidemicus geta valdið faraldri í einangruðum hrossastofni.