Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Veggspjald 27


Fléttan Cladonia stellaris er ný tegund króka á Íslandi



Ásta Kristín Davíðsdóttir (1) og Starri Heiðmarsson (2)

1) Landbúnaðháskóli Íslands, Hvanneyri
2) Náttúrufræðistofnun Íslands, Borgir við Norðursló, Akureyri

Kynnir/Tengiliður: Ásta Kristín Davíðsdóttir (astadavids@gmail.com)

Fléttutegundum hefur á síðustu áratugum fjölgað mjög mikið á Íslandi að því leiti að aukning hefur verið á greiningu og skráningu þeirra. Það eru ekki margar fléttur sem óþjálfaður leikmaður getur greint án aðstoðar. Eitt slíkt aðstoðartæki er vefurinn flóra Íslands, þar sem hægt er að lesa stutta tegundalýsingu og skoða mynd af viðkomandi fléttu. Þetta hjálpar skiljanlega ekki við að greina nýjar tegundir.

Í dag eru þekktar um 800 tegundir af fléttum á Íslandi og þeim fjölgar töluvert á hverju ári. Finnandi Cladonia stellaris var búin að vita af henni í sex ár eða síðan 2008, en vissi bara ekki að hún væri í raun ófundin á Íslandi. Við skoðun fléttufræðibóka frá norðlægum slóðum og að lokum staðfestingu frá Dr. Teuvo Athi, kom í ljós að hér var fundin Cladonia stellaris sem leitað hafði verið að í mörg ár. Spurningar sem vakna við svona fund eru meðal annars; hvað er hún búin að vera lengi hérna, er hún á fleiri stöðum og hvernig barst hún hingað ?

Cladonia stellaris er frekar áberandi flétta þar sem hún vex og við góðar aðstæður s.s. nægt ljós getur hún náð yfirburðarstöðu og miklum þéttleika. Búsvæði hennar eru á köldum norðlægum svæðum. Dr.Hörður Kristinsson hefur stungið upp á nafninu eðalkrókar fyrir þessa tegund.